Skýr vilji Samfylkingar til að vera ekki í ríkisstjórn

Það er skrýtið að 3 af ráðherrum Samfylkingar hafa kallað eftir kosningum ekki seinna en á næsta ári.  Væntanlega hafa þau innherjaupplýsingar um að hjónalífið á stjórnarheimilinu sé vart á vetur setjandi.  Og forsætisráðherra sem bjargaði að margra mati pólitískum ferli utanríkisráðherra með því að kippa henni undir stjórnarsæng sína í stað framsóknarmaddömmunnar fær heldur kaldar kveðjur.  Ef Ingibjörg Sólrún telur sig geta stýrt Sjálfstæðisflokknum á þennan hátt held ég að hún hafi misskilið stöðuna.  Þótt að brestir ef ekki sprungur séu komnir í stjórnarsamstarfið þá eru fleiri kostir í stöðunni en að rjúfa þing og boða til kosninga.  Einn kostur væri að þeir flokkar sem hafa sameiginlega stefnu í Evrópumálum myndi stjórn, um að leysa stöðu íslensks gjaldmiðils án inngöngu í Evrópubandalagið.

En ef efna á til kosninga mætti skoða einn lítinn kost.   Á tímum sparnaðar og aðhalds í ríkisrekstri væri ráð að lögum yrði breytt þannig að réttur þingmanna til biðlauna við að falla af þingi verði skertur, eða settur í hlutfall við kjörtíma.  Þannig að ef kosið verði til þings í vor (eftir tveggja ára þingsetu) væri biðlaunarétturinn að hámarki hálfur réttur miðað við ef þing sæti allan þann tíma sem það var kosið til.


mbl.is Ríkisstjórnin verður að svara kalli um breytingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilborg G. Hansen

Heyr, heyr, Ingibjörg stjórnar ekki Sjálfstæðisflokknum   Leysum stöðu íslensks gjaldmiðils án inngöngu í ESB.

Vilborg G. Hansen, 16.12.2008 kl. 20:06

2 Smámynd: Gísli Bergsveinn Ívarsson

Ég samþykki ekki nafnlausa bloggara

Gísli Bergsveinn Ívarsson, 16.12.2008 kl. 22:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband