Félag fanga vill opna fangelsin

Í þeirri kreppu og áþján sem riðið hefur húsum í svartasta skammdeginu, þannig að verulega hefur tekið á geðheilbrigði manna rísa upp menn sem taka Afstöðu. 

Félag fanga vill taka upp fangelsiskerfi sem hlúi að samfélaginu.  Ég hélt að fangelsiskerfi væru fyrir þá sem hefðu verið dæmdir fyrir glæpi, annað hvort gegn samfélaginu í heild eða einstaklingum.  Fangar væru dæmdir frá samfélaginu.  Á tímum minnkaðra afkasta fangelsa vegna lengri dóma - vegna alvarlegri brota og hækkaðs refsiramma - þannig að ekki er hægt að láta menn afplána refivist frá samfélagi heiðarlegs fólks, er vandi á höndum.

Hvernig getum við tryggt þau sjálfsögðu mannréttindi almennings í samfélagi heiðarlegs fólks, að dæmdir glæpamenn gangi ekki lausir eftir að dómar hafa fallið yfir þeim, sér í lagi aðilar sem hafa af faglegum metnaði lagst í síendurtekin afbrot eða framið grófa ofbeldisglæpi af einhverjum toga.

Væri hægt að þjóðnýta húsakost og setja upp fangelsi t.d. á fyrrum varnarsvæðinu í Keflavík ?  Skapa þannig atvinnutækifæri við gæslu fanga á tímum atvinnuleysis ?

Væri hægt að nýta hús utan alfaraleiðar, s.s. í Reykjanesi við Ísafjarðardjúp, og koma þar upp opnu fangelsi, þar sem komið væri með matvörur einu sinni í viku fyrir fanga, en með notkun nútímatækni væri tryggt að þeir gætu ekki farið út fyrir afmarkað svæði ?

Hugsanlega er það rétt hjá Afstöðu félagi fanga á Litla-Hrauni að ýmislegt byggi á skammsýni í núverandi fangelsiskerfi. 

Ég tek fyllilega undir það með föngunum að 8,8 m.kr. kostnaður á fanga á ári fyrir utan kostnað vegna heilsugæslu, skólagöngu, félagsþjónustu og tryggingamála er allt of hár.  Afstaða segir að Íslendingar hafi valið dýrasta fangelsiskerfi sem völ er á.  Þessu þarf að breyta.

Fangelsisdómar eru í eðli sínu dómar til refsingar.  Ekki endurhæfingardvöl líkt og eftir slys.

Því er nauðsynlegt að leita allra leiða til að draga úr þessum kostnaði.  Láta fangana vinna fyrir mat,  láta fanga greiða fyrir þjónustu sem þeir þurfa.  Draga úr hótelþjónustu fangelsa og láta fanga vera ábyrga fyrir sjálfum sér innan öruggra veggja fangelsisins. 

Afstaða segir að í þeirri krepputíð sem nú ríki, verði fangar illa úti og verr en aðrir. Þeir hafi enga möguleika til tekjuöflunar og geti ekki tekið nokkurn þátt í baráttu fjölskyldunnar, hvorki fjárhagslega né á tilfinningalegum grundvelli.   Vel má vera að það sé rétt. 

En hverjir eru möguleikar fórnarlamba fanga og fjölskyldna þeirra?  Sumir etv. sjúklingar eftir samskipti sín við fangana?  Aðrir enn verr komnir.  Glæpir eru val.  Ef til vill hefðu fangarnir átt að hugsa um afleiðingar áður en þeir frömdu glæp sinn eða glæpi sína.


mbl.is Fangelsiskerfið byggir á skammsýni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

"Fangelsisdómar eru í eðli sínu dómar til refsingar.  Ekki endurhæfingardvöl líkt og eftir slys."

Þetta heitir BETRUNARVIST á íslensku. Og ef við köllum það það þá ætti endurhæfing að vera hluti af henni. Og sálfræðimeðferð. Fyrir almannaheill þá ætti slík þjónusta að vera inn í fangelsunum til að þeir sem fara inn í fangelsin komi út betri einstaklingar.

Anna (IP-tala skráð) 17.12.2008 kl. 11:02

2 identicon

Ég er svo að segja sammála efni þessa pistils hjá þér. Ég er orðinn hundleiður á eilífu væli um að fangar eigi rétt á hinu og rétt á þessu. Það er mikill misskilningur þeirra að samfélaginu beri skylda að dekra við þá, þegar þeir hafa verið dæmdir til betrunarvistar.

Sigurður Eðvaldsson (IP-tala skráð) 17.12.2008 kl. 11:07

3 Smámynd: Skrens

Orðhengilsháttur um hvort fangelsisvist heiti betrunarvist eður ei missir marks. Fangar geta breytt fangelsisvist sinni í betrunarvist ef þeir svo sjálfir kjósa, sýna til þess viljastyrk og þrótt. Fyrrverandi fangar verða ekki afsakaðir fremji þeir brot er þeir losna vegna þess að endurhæfingin var ekki eins og þeir vildu helst hafa hana. Kostnaður samfélagsins af glæpum og glæpamönnum er gríðarlegur. Kostnaður samfélagsins af föngum er ógnarhár. Auðvitað er mörgum vorkunn og aðstæður fanga og fjölskyldna þeirra oft skelfilegar. Margir eiga einnig erfitt utan rimla, heiðarlegt fólk í sinni daglegu baráttu fyrir lífsafkomunni. Glæpamenn ryðjast inn í líf þessa heiðarlega fólks og oft á tíðum rústa því og svívirða. Þeir verða að líta í eigin barm. Fangar ættu að geta gert fangelsin að betrunarstað sjálfir, ef þeir vilja. Þetta er undir þeim komið, ekki á ábyrgð samfélagsins. Líti menn svo á er hægt að spyrja sig hvort samfélagið verði aldrei laust undan áþján glæpamanna, hvort sem þeir eru utan eða innan rimla.

Efnislega sammála þessum pistli og finnst snilldarhugmynd að nota afskekkt húsnæði undir fanga. Hægt er að setja GPS flögur í húð þeirra til að fylgjast með að þeir haldi sig á svæðinu. Þar gætu þeir t.d. reynt að vinna og borga til samfélagsins, fengið sérstakan kvóta og annað hráefni, og verið ábyrgir fyrir að stjórna sínu samfélagi sjálfir og sýna samfélagslegan þroska.

Skrens, 17.12.2008 kl. 13:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband