Allt hefur sinn tíma

Á ögurstundu voru stofnaðir nýjir bankar.  Orrustan um Ísland stóð sem hæst, bankarnir hrundir og efnahagslífið lamað.  Þá þurfti að bregðast hratt við og manna nýja banka.  Einungis í einu tilviki var fenginn utanaðkomandi bankastjóri.  Það var í Kaupþingi.  Síðan var haldið niður pýramídann og ráðnir framkvæmdastjórar og svo koll af kolli.  Allt þurfti að gera sem hraðast til að tryggja að við almenningur yrðum fyrir eins litlum óþægindum af bankakerfisbreytingum og kostur var.

Nú virðist nýji bankinn Kaupþing (stjórn og forstjóri), vera búinn að ná áttum og til að skilja á milli þess sem var og þess sem mun verða talið rétt að nýjir lykilstjórnendur kæmu að verki í að móta framtíð bankans.

Það verður fróðlegt að sjá hvort að Landsbankinn og Glitnir muni bregðast við á svipaðan hátt og leysa undan störfum þá sem voru holdgerfingar útrásartímans en eru enn lykilstjórnendur.

Að ekki sé talað um hæstvirta ríkisstjórn.  Skyldu ráðherrar og undirsátar þeirra vera látnir sæta ábyrgðar gjörða sinna eða aðgerðaleysis, nú þegar þessari orrustu um Ísland er lokið ??  Skyldi tími sumra vera liðinn ?

 


mbl.is Tveimur sagt upp til viðbótar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilborg G. Hansen

Það verður fróðlegt að fylgjast með næstu mánuði, það eitt er víst

Vilborg G. Hansen, 1.1.2009 kl. 13:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband