Þátttakendur vs. áhorfendur.

Þingmenn sem sitja hjá við atkvæðagreiðslu um ICESAVE og um aðildarumsókn að ESB, sem eru mikilvægustu mál sem Alþingi hefur fjallað um lengi, hvort eru þeir þátttakendur eða áhorfendur að íslenskum stjórnmálaveruleika?  Ef þeir eru áhorfendur, eiga þeir þá að fá laun fyrir?


Allt hefur sinn tíma

Á ögurstundu voru stofnaðir nýjir bankar.  Orrustan um Ísland stóð sem hæst, bankarnir hrundir og efnahagslífið lamað.  Þá þurfti að bregðast hratt við og manna nýja banka.  Einungis í einu tilviki var fenginn utanaðkomandi bankastjóri.  Það var í Kaupþingi.  Síðan var haldið niður pýramídann og ráðnir framkvæmdastjórar og svo koll af kolli.  Allt þurfti að gera sem hraðast til að tryggja að við almenningur yrðum fyrir eins litlum óþægindum af bankakerfisbreytingum og kostur var.

Nú virðist nýji bankinn Kaupþing (stjórn og forstjóri), vera búinn að ná áttum og til að skilja á milli þess sem var og þess sem mun verða talið rétt að nýjir lykilstjórnendur kæmu að verki í að móta framtíð bankans.

Það verður fróðlegt að sjá hvort að Landsbankinn og Glitnir muni bregðast við á svipaðan hátt og leysa undan störfum þá sem voru holdgerfingar útrásartímans en eru enn lykilstjórnendur.

Að ekki sé talað um hæstvirta ríkisstjórn.  Skyldu ráðherrar og undirsátar þeirra vera látnir sæta ábyrgðar gjörða sinna eða aðgerðaleysis, nú þegar þessari orrustu um Ísland er lokið ??  Skyldi tími sumra vera liðinn ?

 


mbl.is Tveimur sagt upp til viðbótar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvar er fréttin: "Stefnt að hagræðingu í rekstri yfirstjórnar ríkisins"

Ég sakna þess að sjá ekki frétt um að ríkisstjórnin hafi ákveðið að afturkalla breytingu ráðuneyta sem gerð var samhliða myndun ríkisstjórnar Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks, þannig að Iðnaðar- og Viðskiptaráðuneyti sameinist á ný.  Jafnframt verði Umhverfisráðuneyti sameinað Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneyti í Auðlindaráðuneyti.

Af þessu leiði að ráðherrum fækki um tvo, aðstoðarmönnum og ráðuneytisstjórum sömuleiðis auk þess sem tveir ráðherrabílstjórar verði að finna sér önnur viðfangsefni.  Með þessu næðist fram að tveir af þeim ráðherrum sem telja ríkisstjórnina ekki hæfa til að takast á við framtíðina hverfa frá þeim verkefnum og eftir standa hinir 10.  Er ekki alveg nóg að rúmlega sjötti hver þingmaður sé ráðherra.

Af þessu myndi nást verulegur sparnaður í launum ríkisstjórnar.


mbl.is Stefnt að hagræðingu á sviði öryggis- og siglingamála
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Á Gísli Marteinn afturkvæmt ??

Nú þegar jólin eru alveg að renna í hlað hefur Gísli Marteinn loksins séð ljósið.

Ég held að Gísli Marteinn hefði ekki átt afturkvæmt í framboð hefði hann ekki breytt út frá fyrri hugmyndum sínum um að fljúga heim til að gegna skyldum sínum sem borgarfulltrúi.  Og jafnvel þótt vísað hafi verið til að fordæmi væru fyrir slíku, þá hygg ég að margur sjálfstæðismaður vilji setja siðferðisstaðal sinn annars staðar en var gert hjá kosningabandalaginu Reykjavíkurlistanum, móður Samfylkingarinnar.

Eðli máls samkvæmt felst meira í að vera kjörinn fulltrúi almennings í sveitarstjórn en að mæta á sveitarstjórnarfundi.  Þóknun er jafnframt hugsuð sem heildstæð þóknun aðalfulltrúa.  Ekki bara fyrir setu á fundi heldur fyrir að sinna verkefnum sem tengjast stöðu sem kjörinn fulltrúi almenning. 

Megi Gísli og fjölskylda eiga gleðileg jól sem og aðrir réttsýnir menn.


mbl.is Fer í launalaust leyfi til vors
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fréttabann á heilbrigðisráðherra ?

Ögmundur áttar sig ef til vill ekki á því að heilbrigðisráðherra setti sjálfan sig ef til vill líka í fréttabann !

Enda er það kærkomin tilbreyting að heyra ekki forstöðumenn heilbrigðisstofnana úttala sig um mikilvægi stofnana sinna um leið og hagræða á, eins og svo algengt er með forstöðumenn hjá hinu opinbera.  Um leið og þeir fá ekki þau framlög sem þeir fengu í fyrra og örlítið meira, er vegið að grundvallarþáttum starfseminnar sem hefur svo mikið vægi.

En Guðlaugur fer á undan með góðu fordæmi.  Ef fleiri ráðherrar settu sjálfa sig í fréttabann - einhliða, mætti etv. fækka aðstoðarmönnum ráðherra og sérfræðingum þeirra eitthvað.  Þannig væri hægt að spara verulega fjármuni í yfirstjórn ríkisins.

Það er furðulegt að á tímum aðhalds og sparnaðar séu enn til staðar heimildir að ráða sérstaka aðstoðarmenn þingmanna og lögbundin framlög til stjórnmálasamtaka, á meðan frjáls félagasamtök sem sinna samfélagsmálum eru tekin af sakramenti ríkisframlaga.


mbl.is Forstöðumenn í fréttabanni?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Heilbrigðisráðherra stendur fyrir sínu

Já, það er klárt að það stendur ekki á heilbrigðisráðherra í að vinna að góðum málum.  Ekki verður hann sakaður um að hann eða hans fólk sofi í vinnunni og standi sig ekki í stykkinu.

Svo er spurning sem kemur ekki fram í fréttinni hver eru hlutföll greiðslna Tryggingastofnunar í verði lyfjanna o.s.frv.

Síðan gæti ráðherrann eða lyfjagreiðslunefnd skoðað hvort Tryggingastofnun ætti að taka þátt í að aðstoða fólk við að láta af tóbaksfíkn.  Árlega er hundruðum milljóna (ef ekki meiru) varið til meðferðar á áfengis-  og vímuefnafíkn.  En ríkissjóður ver engu til meðferðar á tóbaksfíkn.

Hver ætli ávinningur ríkissjóðs sé af því að reykingamaður hættir að reykja og losnar við reykingatengda sjúkdóma síðar á ævinni ?

Væntanlega eru þau meðöl (lyf, plástrar o.þ.h) sem styðja fólk í baráttu gegn tóbaksfíkn búin að hækka talsvert í verði og finnst mér sjálfsagt að fólk fái stuðning Tryggingastofnunar við að ná þeirri fíkn niður eins og Tryggingastofnun greiðir fólki fyrir að ná ýmsu öðru upp !!

Keep it up ráðherra !


mbl.is Svefnlyf hækka í verði – stinningarlyf lækka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Félag fanga vill opna fangelsin

Í þeirri kreppu og áþján sem riðið hefur húsum í svartasta skammdeginu, þannig að verulega hefur tekið á geðheilbrigði manna rísa upp menn sem taka Afstöðu. 

Félag fanga vill taka upp fangelsiskerfi sem hlúi að samfélaginu.  Ég hélt að fangelsiskerfi væru fyrir þá sem hefðu verið dæmdir fyrir glæpi, annað hvort gegn samfélaginu í heild eða einstaklingum.  Fangar væru dæmdir frá samfélaginu.  Á tímum minnkaðra afkasta fangelsa vegna lengri dóma - vegna alvarlegri brota og hækkaðs refsiramma - þannig að ekki er hægt að láta menn afplána refivist frá samfélagi heiðarlegs fólks, er vandi á höndum.

Hvernig getum við tryggt þau sjálfsögðu mannréttindi almennings í samfélagi heiðarlegs fólks, að dæmdir glæpamenn gangi ekki lausir eftir að dómar hafa fallið yfir þeim, sér í lagi aðilar sem hafa af faglegum metnaði lagst í síendurtekin afbrot eða framið grófa ofbeldisglæpi af einhverjum toga.

Væri hægt að þjóðnýta húsakost og setja upp fangelsi t.d. á fyrrum varnarsvæðinu í Keflavík ?  Skapa þannig atvinnutækifæri við gæslu fanga á tímum atvinnuleysis ?

Væri hægt að nýta hús utan alfaraleiðar, s.s. í Reykjanesi við Ísafjarðardjúp, og koma þar upp opnu fangelsi, þar sem komið væri með matvörur einu sinni í viku fyrir fanga, en með notkun nútímatækni væri tryggt að þeir gætu ekki farið út fyrir afmarkað svæði ?

Hugsanlega er það rétt hjá Afstöðu félagi fanga á Litla-Hrauni að ýmislegt byggi á skammsýni í núverandi fangelsiskerfi. 

Ég tek fyllilega undir það með föngunum að 8,8 m.kr. kostnaður á fanga á ári fyrir utan kostnað vegna heilsugæslu, skólagöngu, félagsþjónustu og tryggingamála er allt of hár.  Afstaða segir að Íslendingar hafi valið dýrasta fangelsiskerfi sem völ er á.  Þessu þarf að breyta.

Fangelsisdómar eru í eðli sínu dómar til refsingar.  Ekki endurhæfingardvöl líkt og eftir slys.

Því er nauðsynlegt að leita allra leiða til að draga úr þessum kostnaði.  Láta fangana vinna fyrir mat,  láta fanga greiða fyrir þjónustu sem þeir þurfa.  Draga úr hótelþjónustu fangelsa og láta fanga vera ábyrga fyrir sjálfum sér innan öruggra veggja fangelsisins. 

Afstaða segir að í þeirri krepputíð sem nú ríki, verði fangar illa úti og verr en aðrir. Þeir hafi enga möguleika til tekjuöflunar og geti ekki tekið nokkurn þátt í baráttu fjölskyldunnar, hvorki fjárhagslega né á tilfinningalegum grundvelli.   Vel má vera að það sé rétt. 

En hverjir eru möguleikar fórnarlamba fanga og fjölskyldna þeirra?  Sumir etv. sjúklingar eftir samskipti sín við fangana?  Aðrir enn verr komnir.  Glæpir eru val.  Ef til vill hefðu fangarnir átt að hugsa um afleiðingar áður en þeir frömdu glæp sinn eða glæpi sína.


mbl.is Fangelsiskerfið byggir á skammsýni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skýr vilji Samfylkingar til að vera ekki í ríkisstjórn

Það er skrýtið að 3 af ráðherrum Samfylkingar hafa kallað eftir kosningum ekki seinna en á næsta ári.  Væntanlega hafa þau innherjaupplýsingar um að hjónalífið á stjórnarheimilinu sé vart á vetur setjandi.  Og forsætisráðherra sem bjargaði að margra mati pólitískum ferli utanríkisráðherra með því að kippa henni undir stjórnarsæng sína í stað framsóknarmaddömmunnar fær heldur kaldar kveðjur.  Ef Ingibjörg Sólrún telur sig geta stýrt Sjálfstæðisflokknum á þennan hátt held ég að hún hafi misskilið stöðuna.  Þótt að brestir ef ekki sprungur séu komnir í stjórnarsamstarfið þá eru fleiri kostir í stöðunni en að rjúfa þing og boða til kosninga.  Einn kostur væri að þeir flokkar sem hafa sameiginlega stefnu í Evrópumálum myndi stjórn, um að leysa stöðu íslensks gjaldmiðils án inngöngu í Evrópubandalagið.

En ef efna á til kosninga mætti skoða einn lítinn kost.   Á tímum sparnaðar og aðhalds í ríkisrekstri væri ráð að lögum yrði breytt þannig að réttur þingmanna til biðlauna við að falla af þingi verði skertur, eða settur í hlutfall við kjörtíma.  Þannig að ef kosið verði til þings í vor (eftir tveggja ára þingsetu) væri biðlaunarétturinn að hámarki hálfur réttur miðað við ef þing sæti allan þann tíma sem það var kosið til.


mbl.is Ríkisstjórnin verður að svara kalli um breytingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tapað fundið

Tapast hefur refsifangi, dæmdur fyrir hrottalega nauðgun á klósetti hér í bæ.  Var dæmdur í farbann til að tryggja að þessi "löghlýðni útlendingur" léti sig ekki hverfa til sinna heima eins og landi hans í vetur sem leið.  Kom ekki á tilsettum tíma til að hefja betrunarvist á hressingarhælinu.

 Er nokkur ábyrgur í þessu fremur en öðru ?  Kannski er þessi fangelsisdómur hans táknrænn eins og ýmislegt annað.


mbl.is Hefur ekki enn fundist
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Táknræn er stund sannleikans

Nú hefur óþekki embættismaðurinn fengið sig fullsaddann og mun láta í ljósi skoðanir sínar eftir því sem tilefni skapast til.  Og næg verða þau ef marka má aðgerðir og aðgerðarleysi íslenskra stjórnmálamanna.

Þingvallastjórnin er bara táknræn.

Ráðherradómur er bara táknrænn.

Efnahagsaðgerðir eru bara táknrænar.

Skattastefna er bara táknræn.

Félagslegt kerfi er bara táknrænt.

Pilsfaldakapitalisti er bara táknrænn.

 

Er hugsanlegt að einungis vinstri grænir séu samkvæmir sjálfum sér ? 

Allt annað sé táknræn birting einhvers sem er ekki eða hefur brugðist ?

 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband