19.12.2008 | 14:52
Fréttabann á heilbrigðisráðherra ?
Ögmundur áttar sig ef til vill ekki á því að heilbrigðisráðherra setti sjálfan sig ef til vill líka í fréttabann !
Enda er það kærkomin tilbreyting að heyra ekki forstöðumenn heilbrigðisstofnana úttala sig um mikilvægi stofnana sinna um leið og hagræða á, eins og svo algengt er með forstöðumenn hjá hinu opinbera. Um leið og þeir fá ekki þau framlög sem þeir fengu í fyrra og örlítið meira, er vegið að grundvallarþáttum starfseminnar sem hefur svo mikið vægi.
En Guðlaugur fer á undan með góðu fordæmi. Ef fleiri ráðherrar settu sjálfa sig í fréttabann - einhliða, mætti etv. fækka aðstoðarmönnum ráðherra og sérfræðingum þeirra eitthvað. Þannig væri hægt að spara verulega fjármuni í yfirstjórn ríkisins.
Það er furðulegt að á tímum aðhalds og sparnaðar séu enn til staðar heimildir að ráða sérstaka aðstoðarmenn þingmanna og lögbundin framlög til stjórnmálasamtaka, á meðan frjáls félagasamtök sem sinna samfélagsmálum eru tekin af sakramenti ríkisframlaga.
Forstöðumenn í fréttabanni? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Svo ekki sé nú talað um aðstoðamenn landsbyggðarþingmanna sem búa í Reykjavík og vinna þar aðra vinnu eins og hjá Jóni Bjarnasyni þingmanni Vinstri grænna.
Siðleysi og ekkert annað!
Vilborg G. Hansen, 19.12.2008 kl. 17:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.