Hvar er fréttin: "Stefnt að hagræðingu í rekstri yfirstjórnar ríkisins"

Ég sakna þess að sjá ekki frétt um að ríkisstjórnin hafi ákveðið að afturkalla breytingu ráðuneyta sem gerð var samhliða myndun ríkisstjórnar Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks, þannig að Iðnaðar- og Viðskiptaráðuneyti sameinist á ný.  Jafnframt verði Umhverfisráðuneyti sameinað Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneyti í Auðlindaráðuneyti.

Af þessu leiði að ráðherrum fækki um tvo, aðstoðarmönnum og ráðuneytisstjórum sömuleiðis auk þess sem tveir ráðherrabílstjórar verði að finna sér önnur viðfangsefni.  Með þessu næðist fram að tveir af þeim ráðherrum sem telja ríkisstjórnina ekki hæfa til að takast á við framtíðina hverfa frá þeim verkefnum og eftir standa hinir 10.  Er ekki alveg nóg að rúmlega sjötti hver þingmaður sé ráðherra.

Af þessu myndi nást verulegur sparnaður í launum ríkisstjórnar.


mbl.is Stefnt að hagræðingu á sviði öryggis- og siglingamála
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Viktor Úlfarsson

Umhverfisráðuneytið má ekki sameinast Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu.  Þvert á móti þarf umhverfisráðuneytið að vera aðhald gagnvart hugsanlegum skammtímanýtingarhagsmunum þessara atvinnugreina.

Mögulega mega Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytin hins vegar sameinast iðnaðar- og viðskiptaráðuneytinu í eitt atvinnuráðuneyti.  Þá yrði ákvörðun fiskveiðikvótans hins vegar flutt yfir í umhverfisráðuneytið enda fyrst og fremst umhverfismál og hefur með nýtingu umhverfisauðlinda og hagsmuni umhverfisins að gera.

Sigurður Viktor Úlfarsson, 22.12.2008 kl. 16:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband