Á Gísli Marteinn afturkvæmt ??

Nú þegar jólin eru alveg að renna í hlað hefur Gísli Marteinn loksins séð ljósið.

Ég held að Gísli Marteinn hefði ekki átt afturkvæmt í framboð hefði hann ekki breytt út frá fyrri hugmyndum sínum um að fljúga heim til að gegna skyldum sínum sem borgarfulltrúi.  Og jafnvel þótt vísað hafi verið til að fordæmi væru fyrir slíku, þá hygg ég að margur sjálfstæðismaður vilji setja siðferðisstaðal sinn annars staðar en var gert hjá kosningabandalaginu Reykjavíkurlistanum, móður Samfylkingarinnar.

Eðli máls samkvæmt felst meira í að vera kjörinn fulltrúi almennings í sveitarstjórn en að mæta á sveitarstjórnarfundi.  Þóknun er jafnframt hugsuð sem heildstæð þóknun aðalfulltrúa.  Ekki bara fyrir setu á fundi heldur fyrir að sinna verkefnum sem tengjast stöðu sem kjörinn fulltrúi almenning. 

Megi Gísli og fjölskylda eiga gleðileg jól sem og aðrir réttsýnir menn.


mbl.is Fer í launalaust leyfi til vors
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Þórðarson

Ég er sammála því að menn eigi ekki að vera borgarfulltrúar eða alþingismenn á sama tíma og þeir eru í fullu námi erlendis!

Þetta hefði ekki átt að eiga sér stað og GMB hefði átt að velja rétta kostinn strax í haust. En það er bara mín skoðun. 

Ólafur Þórðarson, 23.12.2008 kl. 05:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband